þri 10. júlí 2018 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
HM í dag - Hvort kemst Frakkland eða Belgía í úrslit?
Belgarnir hafa verið flottir á HM - Komast þeir í úrslitaleikinn
Belgarnir hafa verið flottir á HM - Komast þeir í úrslitaleikinn
Mynd: Getty Images
Það styttist óðum í að heimsmeistaramótið í Rússlandi taki enda en það eru aðeins fjórir leikir eftir af mótinu.

Í kvöld hefjast undanúrslitin þegar Frakkland og Belgía mætast.

Bæði lið unnu riðla sína á mótinu. Frakkland var í riðli með Danmörku, Perú og Ástralíu á meðan Belgía voru með Englendingum, Panama og Túnis í riðli.

Bæði lið hafa svo verið að leika fanta vel í útsláttakeppninni en leikir liðanna í 16-liða úrslitum voru einhverjir þeir skemmtilegustu í allri keppninni.

Frakkar unnu þá Argentínu í miklum markaleik 4-3 á meðan Belgar áttu frábæra endurkomu gegn Japönum og unnu 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir.

Frakkland unnu svo tvöfalda heimsmeistara Úrúgvæ í 8-liða úrslitum á meðan Belgar slógu fimmfalda heimsmeistara Brasilíu úr keppni.

Liðin hafa mæst þrisvar á stórmóti og þar af tvisvar á heimsmeistaramóti. Frakkland hefur unnið í öll skiptin.

Hins vegar hafa Belgar ekki tapað í síðustu þremur vináttuleikjum liðanna.

Þetta verður 74. leikur þjóðanna sín á milli og hefur Belgía yfirhöndina í innbyrðisviðureignum. Belgía hefur unnið 30 leiki en Frakkar 24.

þriðjudagur 10. júlí

Undanúrslit heimsmeistaramótsins
18:00 Frakkland - Belgía
Athugasemdir
banner
banner
banner