Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. júlí 2018 23:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp kemur Karius til varnar: Mistök munu gerast
Mynd: Getty Images
Lífið er ekki alveg að leika við þýska markvörðinn Loris Karius. Minningin um úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Kíev 2018 mun örugglega elta hann til eilífðar.

Í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gerði Karius tvö slæm mistök sem urðu til þess að Real Madrid skoraði tvisvar. Real vann leikinn 3-1.

Karius er mættur aftur til Liverpool eftir sumarfrí, en hann spilaði æfingaleik gegn Tranmere Rovers í gær. Í leiknum gerðist Karius sekur um mistök.

Sjá einnig:
Myndband: Karius með slæm mistök í æfingaleik

Í kjölfarið létu stuðningsmenn Liverpool í sér heyra og kráfust þess að Liverpool myndi losa sig við hann. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kom Karius til varnar.

„Svona verður staðan örugglega þangað til hann á nokkra frábæra leiki," sagði Klopp þegar hann var spurður út í gagnrýnina á Karius eftir leik.

„Við getum ekki breytt þessu. Já, hann hefði getað varið skotið jafnvel þó svo að það hafi verið erfitt."

„Við getum ekki byrjað þessa sögu eftir hver einustu mistök sem hann gerir. Mistök munu gerast."

„Engum líkar við þetta mark en ef við tölum um seinna markið þá var það Milner að kenna ásamt Pedro Chirivella. Tveir frábærir fótboltamenn gerðu mistök þar. Í hvoru markinu voru gerð stærri mistök? Ég myndi segja í seinna markinu, en við tölum ekki um það," sagði Klopp.

Eins og staðan er núna er búist við því að Karius verði aðalmarkvörður Liverpool á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner