Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. júlí 2018 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: Þór/KA hafði betur gegn Stjörnunni
ÍBV aftur á sigurbraut
Þór/KA sigraði Stjörnuna í stórleik.
Þór/KA sigraði Stjörnuna í stórleik.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sísí skoraði sigurmark ÍBV.
Sísí skoraði sigurmark ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA hefur tyllt sér á topp Pepsi-deildar kvenna eftir sigur á Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir fór snemma meidd af velli og það var áfall fyrir Stjörnuna. Þór/KA komst yfir á 22. mínútu eftir hornspyrnu en staðan var 1-0 í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiknum gekk Þór/KA frá leiknum með tveimur mörkum. Anna Rakel Pétursdóttir skoraði fyrst og og Sandra María Jessen bætti við 10 mínútum síðar.

Anna María Baldursdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna þegar stundarfjórðungur var eftir með marki beint út aukaspyrnu langt utan af velli. Stjarnan náði hins vegar ekki að setja mikla pressu á Þór/KA undir lokin og lokaniðurstaðan 3-1 sigur Þórs/KA.

Í hinum leiknum sem var að klárast sigraði ÍBV nýliða Selfoss 1-0. Eina markið gerði landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir undir lok fyrri hálfleiks.

Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir ÍBV sem hefur verið í vandræðum upp á síðkastið.

ÍBV 1 - 0 Selfoss
1-0 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('39 )
Lestu nánar um leikinn

Þór/KA 3 - 1 Stjarnan
1-0 Sjálfsmark ('22 )
2-0 Anna Rakel Pétursdóttir ('49 )
3-0 Sandra María Jessen ('59 )
3-1 Anna María Baldursdóttir ('76 )
Lestu nánar um leikinn

Hvað þýða þessi úrslit?
Þór/KA er á toppnum með 23 stig en Breiðablik getur ná toppsætinu með sigri á Val í leik sem nú stendur yfir. Stjarnan er í fjórða sæti með 16 stig og þetta er gríðarlega svekkjandi tap fyrir Garðbæinga eftir tvo sigurleiki í röð.

ÍBV er í fimmta sætinu með 11 stig og Selfoss er í sjöunda sæti með átta stig.

Nú standa yfir tveir leikir:

Beinar textalýsingar:
Breiðablik 0 - 0 Valur
FH 1 - 0 Grindavík
Athugasemdir
banner
banner