Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 10. júlí 2018 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba tileinkar tælenska fótboltaliðinu sigurinn
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Frakkland sigraði Belgíu í undanúrslitum HM í kvöld og er komið í úrslitaleikinn á sunnudaginn. Leikurinn fór 1-0 og var það varnarmaðurinn Samuel Umtiti sem gerði sigurmarkið.

Paul Pogba er að eiga flott mót með Frakklandi og hann átti heilt yfir flottan leik í kvöld.

Hann tileinkaði þennan sigur tælensku fótboltadrengjunum sem sátu fastir í helli í Tælandi. Strákarnir tólf og þjálfari þeirra hafa verið lokaðir inn í helli síðan 23. júní en í dag tókst að bjarga síðustu strákunum út.

Strákarnir, sem eru á aldrinum 11 til 16 ára, hafa fengið boð um að koma á úrslitaleik HM um næstu helgi en þeir ná ekki að þiggja það boð þar sem þeir þurfa samkvæmt læknisráði að vera í að minnsta kosti viku á spítala eftir þessa þrekraun.

Pogba birti mynd á Instagram eftir leikinn af strákunum og skrifaði við hana: Sigurinn er tileinkaður hetjum dagsins, vel gert strákar, þið eruð svo sterkir."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner