Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. júlí 2018 07:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Redknapp: England hefur ekkert að óttast gegn Króatíu
Mikil spenna er fyrir undanúrslitaleik Englands á morgun
Mikil spenna er fyrir undanúrslitaleik Englands á morgun
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn og fyrrum landsliðsmaður Englands, Jamie Redknapp segir að Englendingar þurfi ekkert að óttast þegar þeir mæta Króötum í undanúrslitum heimsmeistaramótsins.

England er komið í undanúrslit á HM í fyrsta skiptið í 28 ár eftir þægilegan 2-0 sigur á Svíum á laugardag.

Króatar standa í vegi Englendinga og fyrsta úrslitaleik þjóðarinnar á HM frá árinu 1966 en Redknapp segir að ljónin þrjú séu jafngóðir og Króatarnir.

„Ég hef horft mikið á Króatíu og það er lið með gæði en ættum við að vera hræddir við þá? Alls ekki," sagði Redknapp.

„Þegar litið er á leikmenn liðanna þá finnst mér við vera jafn góðir og þeir. Þetta verður mjög erfitt og gæti orðið leikur smáatriðanna. Þetta gæti jafnvel farið í vítaspyrnukeppni sem yrði hrikalega stressandi fyrir þjóðina en við getum unnið þennan leik."

„Allir eru stoltir af því sem þeir hafa afrekað hingað til og þeir hafa ekkert að óttast gegn Króötum."
Athugasemdir
banner
banner
banner