Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. júlí 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Þeir sem gætu tekið við keflinu af Ronaldo
Neymar þykir líklegur arftaki Ronaldo.
Neymar þykir líklegur arftaki Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe og Eden Hazard.
Kylian Mbappe og Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Þau risastóru tíðindi bárust í dag að Cristiano Ronaldo væri farinn frá Real Madrid til Juventus. Kaupverðið ku hljóða upp á 105 milljónir punda en Ronaldo er dýrasti leikmaðurinn í sögu Juventus.

Ronaldo er einn besti leikmaður í sögu Real Madrid, ef ekki sá besti og þarf Real að fylla í hans skað með öflugum leikmanni eða leikmönnum.

Daily Mail tók saman lista yfir fimm leikmenn sem Real gæti keypt til að taka við keflinu af Portúgalanum.

Neymar
Neymar er augljósi kosturinn og sá sem félagið vill. Hann fyllir skarðið innan vallar og líka utan vallar, en það er mikilvægt fyrir Florentino Perez, forseta Real Madrid.

Fyrir utan Ronaldo þá myndi enginn selja fleiri treyjur í Madríd en Neymar.

Það er þó spurning hvernig stuðningsmenn myndu taka í það að fá Neymar þar sem hann er fyrrum leikmaður Barcelona en hann myndi eflaust ná að vinna þá á sitt band með frammistöðunni á vellinum.

Neymar er tiltölulega nýkominn til Paris Saint-Germain og Real þyrfti að greiða himinháa upphæð fyrir Brasilíumanninn.

Hentar hann Real Madrid? 5/5

Viðbrögð stuðningsmanna? 2/5

Kostnaður? 5/5

Hversu líklegt? 4/5


Kylian Mbappe
Annar leikmaður Paris Saint-Germain. Algjörlega magnaður leikmaður sem mun taka við Ballon d’Or verðlaunum í framtíðinni. Hann er aðeins 19 ára gamall.

Það yrði gríðarlega erfitt fyrir Real Madrid að sannfæra PSG að sleppa þessum strák.

Real vildi fá hann í fyrra en hann valdi PSG þar sem hann var ekki viss um að hann yrði fyrsti kostur í Madríd. Ronaldo er farinn, hver verður núna fyrsti kostur ef Neymar kemur ekki?

Hentar hann Real Madrid? 5/5

Viðbrögð stuðningsmanna? 5/5

Kostnaður? 5/5

Hversu líklegt? 2/5


Eden Hazard
Hazard hefur ýjað að því að hann sé að skoða aðra kosti. Hann er búinn að vera lengi hjá Chelsea og er sagður tilbúinn í nýtt verkefni.

Það væri auðveldara fyrir Real Madrid að fá hann en hina tvo sem nefndir eru hér að ofan.

Hann gæti komið í sumar og Neymar næsta sumar.

Hentar hann Real Madrid? 3/5

Viðbrögð stuðningsmanna? 2/5

Kostnaður? 2/5

Hversu líklegt? 4/5


Harry Kane
Fyrirliði Englands á Heimsmeistaramótinu. Yrði mjög athyglisvert ef hann færi á Santiago Bernabeu.

Hann hefur sannað það að hann getur skorað mörk og hann ætti að geta gert það í spænsku úrvalsdeildinni. Það er hins vegar afar ólíklegt að hann fari frá Tottenham þar sem hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning.

Einhver hætta gæti þá líka verið á því að stuðningsmenn Real Madrid muni segja um Kane að hann skori bara mörk og ekkert annað, hann hafi ekkert skemmtanagildi þannig séð. Þeir sögðu það sama um Michael Owen.

Hentar hann Real Madrid? 3/5

Viðbrögð stuðningsmanna? 2/5

Kostnaður? 5/5

Hversu líklegt? 1/5


Paulo Dybala
Öðruvísi leikmaður en Ronaldo og kannski ekki alveg tilbúinn fyrir Real Madrid. Mjög ólíklegur kostur.

Það að hann hafi nánast ekkert spilað með Argentínu á HM hjálpar orðspori hans ekki og leikmenn þurfa að hafa stórt og mikið orðspor ef þeir ætla að fylla í skarð Ronaldo hjá Real Madrid.

Ronaldo vill þá eflaust ekki missa Dybala frá Juventus.

Hentar hann Real Madrid? 1/5

Viðbrögð stuðningsmanna? 1/5

Kostnaður? 2/5

Hversu líklegt? 1/5

Athugasemdir
banner
banner
banner