Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. júlí 2020 15:07
Elvar Geir Magnússon
McBurnie missir ökuréttindin og fær sekt
Oli McBurnie.
Oli McBurnie.
Mynd: Getty Images
Oli McBurnie, sóknarmaður Sheffield United, hefur fengið 28.500 punda sekt og þá missir hann ökuréttindin í sextán mánuði.

McBurnie var stöðvaður af lögreglunni vegna hraðaksturs nálægt heimili hans í Garforth í Leeds í október en hann reyndist ölvaður við stýrið.

McBurnie sagði fyrir rétti að hann hafi verið með vinkonu sinni og farið af heimili sínu til að kaupa sígarettur handa henni. Konan var með honum í bílnum.

„Hann hugsaði ekki skýrt og hefur beðist afsökunar á vandamálunum sem hann skapaði," sagði lögmaður McBurnie.

McBurnie er 24 ára skoskur landsliðsmaður sem Sheffield United keypti frá Swansea í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner