Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. júlí 2020 17:15
Magnús Már Einarsson
Telur að Arsenal muni semja um starfslok við Özil
Mesut Özil fagnar marki.
Mesut Özil fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Jón Kaldal, stuðningsmaður Arsenal, reiknar með því að félagið semji um starfslok við þýska miðjumanninn Mesut Özil í sumar. Özil hefur ekkert verið í leikmannahópi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni eftir hléið sem var gert á deildinni vegna kórónaveirunnar.

„Ég held að Arsenal borgi hann út úr samningum í sumar og losi sig við hann. Ég er sannfærður um það," sagði Jón í enska Innkstinu á Fótbolti.net í dag.

„Ég er mjög ánægður með að sjá Özil utan hóps og það séu frekar ungir menn að fá þessar mínútur. Þessi klúbbur verður ekki byggður á Özil úr þessu. Frá því að hann gerði nýja samninginn hefur hann spilað innan við helming af mínútunum. Hann er langdýrasti leikmaðurinn en er með svona 45% af spiluðum mínútum í boði," sagði Jón Kaldal í enska Innkastinu í dag.

Özil var að renna út af samningi hjá Arsenal árið 2018 áður en félagið gerði nýjan risa samning við hann.

„Hann er að arðræna klúbbinn. Manni dettur helst í hug dæmið með Jack Rodwell úr Sunderland þáttunum. Hann situr á þessum 350 þúsund pundum á viku og það heyrist ekkert um hann. Hann er ekki í hóp og stundum er talað um einhver bakmeiðsli," sagði Engilbert Aron Kristjánsson í enska Innkastinu.

„Ég myndi ekki kalla þetta þannig að hann sé að arðræna klúbbinn. Það var gerður þessi samningur, menn höfðu trú á honum og hann má sitja á honum."

„Hann er eini leikmaðurinn sem tók ekki þátt í að lækka launin. Í Covid faraldrinum tóku allir leikmenn Arsenal á sig 12% launalækkun en Özil skar sig úr og gerði það ekki. Það passar ekki fyrir þennan samrýmda hóp sem Arteta er að reyna að byggja upp. Hann vill að menn taki þátt og leggi sig allan fram og hugsi um félagið."


Hér að neðan má hlusta á umræðuna í heild sinni.
Enska Innkastið - Bjartsýnir stuðningsmenn Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner