fös 10. ágúst 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Aðstoðardómari í Evrópudeildinni grýttur með glasi
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmaður Sturm Graz í Austurríki henti glasi fullu af vökva í höfuðið á sænska aðstoðardómaranum Fredrik Klyver í 2-0 tapi gegn AEK Larnaca í Evrópdueildinni í gærkvöldi.

Klyver fékk skurð á höfuðið og stöðva þurfti leik í 24 mínútur eftir atvikið á 77. mínútu leiksins.

Fjórði dómarinn Magnus Lindgren stökk síðan inn og kláraði síðustu 13 mínútur leiksins og viðbótartímann.

Margir eru á því að dómarinn hefði átt að flauta leikinn af en þess í stað var ákveðið að leik síðustu mínúturnar eftir þetta leiðinlega atvik.

Sturm Graz hefur fordæmt hegðun stuðningsmannsins en félagið skoðar nú hvernig honum verður refsað.

Atvikið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner