Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 10. ágúst 2018 16:11
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar í líklegu byrjunarliði fyrir morgundaginn
Mynd: Guardian
Guardian birtir líkleg byrjunarlið fyrir viðureign Cardiff og Bournemouth í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikurinn verður klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er í líklegu byrjunarliði en Cardiff spáð 20. sæti af Fótbolta.net.

„Við höfum aðeins náð að styrkja okkur, með mönnum sem hafa gert vel í næstefstu deild, en ekki gert nein stórkaup. Þetta verður erfitt tímabil," sagði Aron í viðtali við Morgunblaðið í morgun.

„Þetta er ólíkt því sem við gerðum síðast þegar við vorum í úrvalsdeildinni, þegar farið var út á markaðinn og leikmenn fengnir sem pössuðu kannski ekki alveg inn. Við höfum reynt að halda kjarnanum og vonandi á það eftir að skila okkur góðu tímabili."

Á meðfylgjandi mynd má sjá líkleg byrjunarlið.

Nathan Ake er klár í slaginn hjá Bournemouth en Diego Rico er í leikbanni. Þá eru Junior Stanislas og Kyle Taylor meiddur.

Cardiff fékk miðjumanninn Harry Arter lánaðan frá Bournemouth í gær en hann er ekki löglegur í þessum leik vegna klásúlu í lánssamningnum.
Athugasemdir
banner
banner