Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 10. ágúst 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - City hefur titilvörnina gegn Arsenal
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fyrsta umferð enska úrvalsdeildartímabilsins 2018/19 hefst með áhugaverðri viðureign Manchester United gegn Leicester City í kvöld.

Spennandi verður að sjá nýja leikmenn leika listir sínar á vellinum en Leicester bætti sjö mönnum við sig í sumar á meðan Rauðu djöflarnir nældu sér aðeins í þrjá, við litla hrifningu Jose Mourinho.

Glugginn gekk ekki mikið betur hjá Newcastle þar sem Rafa Benitez fékk gífurlega lítinn pening í leikmannakaup og seldi fyrir meira en hann keypti. Rafa og lærisveinar hans taka á móti Tottenham, sem varð í gær fyrsta úrvalsdeildarfélagið til þess að fá ekki einn einasta leikmann til sín í sumarglugganum.

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff heimsækja svo Bournemouth á meðan nýliðar Fulham sem kræktu í fimm nýja leikmenn í gær taka á móti Crystal Palace.

Chelsea mætir Huddersfield í beinni, Watford spilar við Brighton og nýliðar Wolves ljúka deginum gegn Everton sem hefur styrkt hópinn sinn talsvert í sumar.

Liverpool fær West Ham í heimsókn á sunnudaginn á meðan Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley heimsækja Southampton.

Síðasti leikur helgarinnar er risaslagur þar sem Englandsmeistarar Manchester City heimsækja Arsenal á Emirates leikvanginn.

Föstudagur:
19:00 Man Utd - Leicester (Stöð 2 Sport)

Laugardagur:
11:30 Newcastle - Tottenham (Stöð 2 Sport)
14:00 Bournemouth - Cardiff
14:00 Fulham - Crystal Palace
14:00 Huddersfield - Chelsea (Stöð 2 Sport)
14:00 Watford - Brighton
16:30 Wolves - Everton (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur:
12:30 Liverpool - West Ham (Stöð 2 Sport)
12:30 Southampton - Burnley
15:00 Arsenal - Man City (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner