Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 10. ágúst 2018 20:32
Gunnar Logi Gylfason
Meistaradeild kvenna: Þór/KA mætir Ajax í úrslitaleik
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Wexford Youths 0-3 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen ('5)
0-2 Hulda Björg Hannesdóttir ('9)
0-3 Hulda Ósk Jónsdóttir ('18)

Þór/KA mætti Wexford Youths í öðrum leik sínum í undanriðli Meistaradeildar kvenna í Belfast í Norður-Írlandi í kvöld.

Akureyringarnir voru mun öflugri og komust yfir á 5. mínútu með marki frá Söndru Maríu Jessen eftir stoðsendingu frá Huldu Ósk Jónsdóttur.

Fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Hulda Björg Hannesdóttir forystuna og var það Andrea Mist Pálsdóttir sem lagði markið upp. Tveggja marka forysta og ekki liðnar tíu mínútur.

Á 18. mínútu skoraði Hulda Ósk þriðja mark Akureyringanna en Sandra Mayor lagði markið upp.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur því 0-3 fyrir Þór/KA.

Þór/KA og Ajax hafa nú unnið báða leiki sína og eru með +5 í markatölu en þessi lið mætast í síðasta leik riðilsins á mánudaginn klukkan 15:00 að íslenskum tíma en um er að ræða úrslitaleik um hvort liðið vinni riðilinn og fari áfram í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner