banner
   fös 10. ágúst 2018 19:56
Gunnar Logi Gylfason
Pepsi-deild kvenna: Jafnt í Eyjum
Berglind Björg skoraði mark Blika
Berglind Björg skoraði mark Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1-1 Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('32)
1-1 Cloé Lacasse ('80)

Topplið Breiðabliks fór í heimsókn til Vestmannaeyja til að mæta liði ÍBV í Pepsi-deild kvenna í dag.

Gestirnir úr Kópavogi gátu breikkað bilið milli sín og Íslandsmeistaranna í Þór/KA eftir að Akureyringar töpuðu sínum síðasta leik.

Blikakonur byrjuðu betur og skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir fyrsta mark leiksins á 32. mínútu gegn sínu fyrrum félagi en hún er úr eyjum. Hlutirnir litu vel út fyrir Blika og gerðu það allt fram á 80. mínútu.

Þá jafnaði Cloé Lacasse með góðu skoti utarlega í teignum.

Það reyndist síðasta mark leiksins og lokatölur 1-1 og eru Blikakonur með tveggja stiga forskot á Þór/KA á toppnum. Eyjakonur eru í 5. sæti deildarinnar með 15 stig, átta stigum á eftir næsta liði.


Athugasemdir
banner
banner
banner