Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 10. ágúst 2018 19:30
Gunnar Logi Gylfason
Sarri segir Kepa ekki jafn góðan og Courtois
Kepa Arrizabalaga
Kepa Arrizabalaga
Mynd: Chelsea
Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur varað stuðningsmenn liðsins við því að Kepa Arrizabalaga, nýr markvörður liðsins, sé ekki jafn góður og forveri sinn, Thibaut Courtois.

„Getur hann orðið betri en Courtois? Ekki í augnablikinu. Hann er þó mjög ungur. Ég vona að hann geti bætt sig hratt. Í augnablikinu er hann auðvitað ekki jafn góður og Courtois en ég er mjög ánægður að hafa hann og Mateo Kovacic," sagði Sarri.

Chelsea keypti Kepa á metfé fyrir markvörð, 71.6 milljónir punda. Hann kemur til með að fylla í skarð Belgans Courtois sem fór til Evrópumeistara Real Madrid fyrir 35 milljónir punda.

Sarri talaði einnig um Króatann Mateo Kovacic.

„Ég er líka ánægður með Kovacic því hann hefur réttu karakter einkennin fyrir okkur. Hann er mjög góður leikmaður tæknilega og hann vill spila milli línanna. Það getur verið mjög mikilvægt fyrir okkur."

Chelsea spilar sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á morgun, laugardag, þegar liðið fer í heimsókn til Huddersfield.
Athugasemdir
banner