Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. ágúst 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Umboðsmaður Malcom var að hefna sín á Roma
Mynd: Getty Images
Leonardo Cornacini er umboðsmaður brasilíska kantmannsins Malcom, sem Barcelona stal af Roma á elleftu stundu.

Stjórnarmenn Roma voru ekki sáttir með hegðun Börsunga í málinu en Malcom var aðeins nokkrum klukkutímum frá því að fara um borð í flugvél til Ítalíu þegar hann hætti við.

Cornacini segir málið vera einfalt. Roma hafði komið illa fram við hann tíu dögum fyrir félagaskipti Malcom og ákvað hann, í samráði við Malcom, að hefna sín á félaginu þegar tilboð frá Barca barst á borðið.

„Sannleikurinn er sá að við fórum ekki til Roma því þeir höguðu sér illa í samskiptum við mig," sagði Cornacini við Tuttomercatoweb.

„Ég var að vinna að samkomulagi fyrir Daniel Fuzato, sem er annar skjólstæðingur minn, en Roma lokaði félagaskiptunum með öðrum umboðsmanni.

„Fuzato samkomulagið var tíu dögum fyrir félagaskipti Malcom og við ákváðum að leyfa Rómverjum að bragða á eigin meðali."


Malcom er 21 árs gamall og var lykilmaður í liði Bordeaux á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 12 mörk í 35 deildarleikjum.

Malcom mætti Roma í æfingaleik í International Champions Cup á dögunum og kom hann Börsungum í 2-1 snemma í síðari hálfleik. Hann fagnaði markinu vel en Rómverjar sneru stöðunni við og unnu leikinn með þremur mörkum á lokakaflanum.
Athugasemdir
banner
banner