Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 10. ágúst 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zouma verður staðfestur sem leikmaður Everton í dag
Kurt Zouma var einn af þeim fáu sem stóðu sig vel er Stoke City féll úr ensku úrvalsdeildinni.
Kurt Zouma var einn af þeim fáu sem stóðu sig vel er Stoke City féll úr ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Everton stóð sig frábærlega á leikmannamarkaðinum í sumar og krækti meðal annars í þrjá leikmenn frá Barcelona.

Glugginn þeirra klárast í dag þar sem félagaskipti Kurt Zouma frá Chelsea eiga enn eftir að vera staðfest. Franski miðvörðurinn kemur á láni út tímabilið.

Samkomulag náðist fyrir lok félagaskiptagluggans í gær en ekki var hægt að ganga opinberlega frá skiptunum. Það verður gert í dag.

Zouma verður 24 ára í október og er annar miðvörðurinn sem kemur inn í sumar eftir að Yerry Mina var keyptur frá Barcelona.

Mina er ekki eini leikmaðurinn til að koma frá Barca í sumar, því bakvörðurinn Lucas Digne var einnig keyptur til Everton og er portúgalski miðjumaðurinn Andre Gomes kominn á láni frá Börsungum.

Everton keypti þá Richarlison af Watford og fékk Bernard til sín frítt frá Shakhtar Donetsk.
Athugasemdir
banner
banner