Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. ágúst 2019 16:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Fjarðabyggð vann 11 marka leik gegn Kára
Leiknir F., Vestri og ÍR með sigra
Aaron Spear fullkomnaði endurkomu Vestra.
Aaron Spear fullkomnaði endurkomu Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Fjarðabyggðar og Völsungs í sumar. Fjarðabyggð vann 7-4 sigur gegn Kára og Völsungur tapaði gegn ÍR.
Úr leik Fjarðabyggðar og Völsungs í sumar. Fjarðabyggð vann 7-4 sigur gegn Kára og Völsungur tapaði gegn ÍR.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Brynjar Skúlason er með sína menn á toppnum.
Brynjar Skúlason er með sína menn á toppnum.
Mynd: Getty Images
Fimmtánda umferð 2. deildar karla var að klárast með fjórum leikjum. Topplið Leiknis Fáskrúðsfjarðar komst í 3-0 á útivelli gegn KFG. Heimamenn gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 3-2 þegar 10 mínútur voru eftir.

Lengra komst KFG ekki og 3-2 sigur Leiknis staðreynd. Lærisveinar Brynjars Skúlasonar eru á toppnum í 2. deild með 31 stig.

Í öðru sæti er Vestri með 27 stig. Vestri vann endurkomusigur gegn Þrótti í Vogum. Þróttarar leiddu 2-0 í hálfleik, en snemma í seinni hálfleik misstu þeir Ólaf Hrannar Kristjánsson af velli með rautt spjald.

Það reyndist dýrkeypt því Vestri setti þrjú mörk á síðustu 20 mínútunum og vann leikinn, 3-2. Þróttur er í áttunda sæti með 22 stig.

ÍR-ingar hafa verið að ná í fín úrslit að undanförnu og eru þeir komnir upp í fjórða sætið eftir sigur á Völsungi í dag, 1-0. ÍR hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Völsungur er í níunda sæti með 21 stig og þar eru vonbrigðin eflaust mikil þessa stundina.

Leikur umferðarinnar fór þó án efra fram á Eskjuvelli þar sem Fjarðabyggð vann hvorki meira né minna en 7-4 sigur á Kára. Ellefu marka leikur og ljóst að áhorfendur fengu mjög mikið fyrir peninginn.

Fjarðabyggð er í sjöunda sæti með 22 stig og er Kári í 11. sæti, næst neðsta sætinu, með 14 stig.

KFG 2 - 3 Leiknir F.
0-1 Izaro Abella Sanchez ('29)
0-2 Unnar Ari Hansson ('37)
0-3 Arkadiusz Jan Grzelak ('58)
1-3 Kristófer Konráðsson ('72)
2-3 Kristján Gabríel Kristjánsson ('78)

Þróttur V. 2 - 3 Vestri
1-0 Alexander Helgason ('28)
2-0 Gilles Mbang Ondo ('30)
2-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('72)
2-2 Sjálfsmark ('85)
2-3 Aaron Robert Spear ('91)
Rautt spjald: Ólafur Hrannar Kristjánsson, Þróttur V. ('49)

ÍR 1 - 0 Völsungur
1-0 Aleksandar Alexander Kostic ('61)

Fjarðabyggð 7 - 4 Kári
1-0 Nikola Kristinn Stojanovic ('12)
1-1 Andri Júlíusson ('13)
2-1 Ruben Ayuso Pastor ('15)
3-1 Gonzalo Bernaldo Gonzalez ('23)
4-1 Gonzalo Bernaldo Gonzalez ('47)
5-1 Jose Luis Vidal Romero ('53)
5-2 Sindri Snæfells Kristinsson ('60)
5-3 Auðun Ingi Hrólfsson ('71)
5-4 Andri Júlíusson ('76, víti)
6-4 Gonzalo Bernaldo Gonzalez ('78)
7-4 Gonzalo Bernaldo Gonzalez ('90)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner