Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 10. ágúst 2019 16:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Kórdrengir hafa það gott á toppnum
Átta sigurleikir í röð
Einar Orri skoraði.
Einar Orri skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tveir leikir eru búnir í 3. deild karla í dag. Kórdrengir eru á rosalega góðri leið með að komast upp.

Kórdrengir unnu sinn áttunda leik í röð þegar liðið tók á móti Einherja frá Vopnafirði í dag. Magnús Þórir Matthíasson skoraði fyrsta markið eftir tvær mínútur.

Einar Orri Einarsson gerði annað mark Kórdrengja og gerði Gísli Páll Helgason út um leikinn á 83. mínútu. Lokatölur 3-0 fyrir Kórdrengi sem eru á toppnum með 41 stig. Allt útlit er fyrir það að Kórdrengir verði í 2. deild að ári.

Einherji er í sjötta sæti með 23 stig, en í hinum leiknum sem búinn er í dag vann Höttur/Huginn mikilvægan sigur gegn Álftanesi. Þar urðu lokatölur 4-1 fyrir Hetti/Hugin.

Höttur/Huginn fer upp úr fallsæti, upp í níunda sæti. Álftanes er í sjöunda sæti með 18 stig.

Höttur/Huginn 4 - 1 Álftanes
1-0 Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('1)
2-0 Sjálfsmark ('3)
3-0 Sigurður Orri Magnússon ('46)
4-0 Brynjar Árnason ('53)
4-1 Arnar Már Björgvinsson ('67)

Kórdrengir 3 - 0 Einherji
1-0 Magnús Þórir Matthíasson ('2)
2-0 Einar Orri Einarsson ('30)
3-0 Gísli Páll Helgason ('83)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner