Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 10. ágúst 2019 20:20
Magnús Valur Böðvarsson
4.deild: Snæfell og Kormákur/Hvöt komnir í lykilstöðu
Diego Moreno Minguez skoraði 2 í kvöld og hélt áfram að raða inn mörkunum
Diego Moreno Minguez skoraði 2 í kvöld og hélt áfram að raða inn mörkunum
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Magnús Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir topplið Bjarnarins í A riðlinum
Magnús Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir topplið Bjarnarins í A riðlinum
Mynd: Aðsend
Eiríkur Þór Bjarkason skoraði eina mark Hvíta Riddarans í tapi gegn Kormáki/Hvöt
Eiríkur Þór Bjarkason skoraði eina mark Hvíta Riddarans í tapi gegn Kormáki/Hvöt
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Sex leikir voru í 4.deild karla í dag en leikið var í öllum riðlum. Í A riðlinum sigraði topplið Bjarnarins torsóttan sigur gegn liði Mídasar og í B riðlinum komust Snæfell og Kormákur/Hvöt í lykilstöðu fyrir lokaumferðirnar. Í D riðlinum gulltryggði Ægir sér sæti í úrslitakeppnina.

A - riðill
Björninn styrkti enn frekar stöðu sína á toppi A riðils með torsóttum sigri gegn Mídasi sem er í 7. og næst neðsta sæti riðilsins. Mídasarmenn komust tveim mörkum yfir en seinustu 30 mínútur leiksins komu Bjarnarmenn til baka og lönduðu að lokum öruggum sigri.

Björninn 5 - 2 Mídas
0-1 Hjörtur Þórisson (6')
0-2 Jón Kristófer Stefán Jónsson (54')
1-2 Magnús Stefánsson (58'víti)
2-2 Jón Júlíus Haraldsson (61')
3-2 Sigurður Sigurðarson (65')
4-2 Magnús Stefánsson (78')
5-2 Hafsteinn Björn Gunnarsson (88')

B - riðill
Í B riðilinum er baráttan um sæti í úrslitakeppninni æsispennandi milli Snæfells, Hvíta Riddarans og Kormáks/Hvatar. Þau tvö síðarnefndu mættust í dag á Blönduósi þar sem heimamenn fóru með sannfærandi sigur af velli og komust þar að leiðandi uppfyrir Hvíta Riddarann. Fjórða mark Kormáks Hvatar og eina mark Hvíta Riddarans má sjá neðst í fréttinni. Á meðan á þessu stóð sigruðu Snæfellingar stórsigur á KM og unnu þar að leiðandi inn mikilvæg mörk á markatölu Hvíta Riddarans en liðin mætast í lokaumferðinni þar sem markatala gæti vel ráðið úrslitum um lokaniðurstöðu riðilsins. Þa gerður ÍH og KB jafntefli í þýðingarlitlum leik.

Kormákur/Hvöt 4 - 1 Hvíti Riddarinn
1-0 Sjálfsmark (8')
2-0 Sigurður Bjarni Aadnegaard (12')
3-0 Diego Moreno Minguez (41')
4-0 Diego Moreno Minguez (45')
4-1 Eiríkur Þór Bjarkason (58')

Snæfell 8 - 1 KM
1-0 Sigurjón Kristinsson (27')
1-1 Orats Reta Garcia (29')
2-1 Alfredas Skroblas (45')
3-1 Matteo Tuta (61')
4-1 Lovre Krncevic 70')
5-1 Milos Janicijevic (81')
6-1 Lovre Krncevic (87')
7-1 Lovre Krncevic (89')
8-1 Matteo Tuta (92')

ÍH 2-2 KB
Markaskorara vantar

C - riðill
Í c riðlinum fór fram einn leikur þar sem Hamarsmenn fóru til Ísafjarðar og þurftu nauðsynlega að ná í 3 stig eftir að Berserkir tóku 2.sætið af þeim á fimmtudaginn en baráttan er afar hörð um 2.sætið milli Hamars og Berserkja þegar tvær umferðir eru eftir af riðlinum. Skemmst er frá því að segja að Hamarsmenn skelltu í fluggír og völtuðu yfir Ísfirðingana og endurheimtu 2.sætið

Hörður Í 0-7 Hamar
Markaskorara vantar

D - riðill
Í d riðlinum er ekki síður mikil spenna um annað sæti deildarinnar en Ægismenn voru að gulltryggja sér fyrsta sætið með öruggum útisigri gegn KFS í Eyjum í dag en þess má til gamans geta að landsliðsmaðurinn í handbolta Kári Kristján Kristjánsson skellti sér af handboltalínunni á marklínuna og stóð í rammanum hjá KFS. Baráttan um annað sætið er á milli Elliða og KFR og þá á KÁ ennþá tölfræðilega möguleika en þá þurfa úrslit leikja að falla vel með þeim.

KFS 1 - 4 Ægir.
0-1 Stefan Dabetic (50')
0-2 Sigurður Óli Guðjónsson (64')
1-2 Daníel Már Sigmarsson (69')
1-3 Sigurður Óli Guðjónsson (74')
1-4 Ómar Örn Reynisson (89')





Athugasemdir
banner