Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. ágúst 2019 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alisson fór í hjólastól - Sagt að hann verði frá í 4-6 vikur
Alisson Becker.
Alisson Becker.
Mynd: Getty Images
Alisson Becker, markvörður Liverpool, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik þegar Liverpool vann 4-1 sigur á Norwich í gær.

Alisson var lykilmaður liðsins á síðasta tímabili og vann gullhanskann fyrir að halda oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni.

Alisson verður ekki með gegn Chelsea í leiknum um Ofurbikar Evrópu, en samkvæmt ESPN þá yfirgaf brasilíski markvörðurinn völlinn í hjólastól.

Liverpool telur að meiðslin sem eru að hrjá Alisson séu kálfameiðsli, en enn er óvitað hversu lengi hann verður. Samkvæmt frétt Goal.com þá vonast Liverpool til þess að Alisson verði frá í einhverjar vikur frekar en mánuði.

Dominic King, sem skrifar fyrir Daily Mail, talar um að Alisson verði mögulega frá í 4-6 vikur miðað við fyrstu skoðanir. Þetta á eftir að koma betur í ljós, en vonandi fyrir Liverpool þá verður hann ekki lengi frá.

Spánverjinn Adrian lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í gær og hann verður í markinu gegn Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner