Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 10. ágúst 2019 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Baráttan um Neymar - Hvaða möguleikar eru í boði?
Neymar er líklega á förum frá Paris Saint-Germain
Neymar er líklega á förum frá Paris Saint-Germain
Mynd: Getty Images
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er að öllum líkindum á förum frá franska félaginu Paris Saint-Germain en Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, staðfesti viðræður við nokkur félög.

Neymar kom til PSG frá Barcelona árið 2017 fyrir 222 milljónir evra en hann er orðinn þreyttur á lífinu í Frakklandi og vill komast burt.

Spænska blaðið AS greindri frá viðræðum PSG við Real Madrid en spænska félagið vonast til að fá hann láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann næsta sumar.

Tveir aðrir möguleikar eru líklegir. Barcelona hefur verið að eltast við Neymar í allt sumar en ljóst er að félagið hefur ekki efni á að kaupa hann nema það sendi leikmenn á borð við Philippe Coutinho og Ivan Rakitic í hina áttina. Barcelona þyrfti samt að punga út 90 milljónum evra, eitthvað sem félagið hefur ekki efni á í augnablikinu.

Ítalska félagið Juventus vill einnig Neymar en það er þó langt frá því að verða að veruleika. Juventus gæti sett leikmenn upp í verðið en líklega þyrfti Juventus að greiða út 150 milljónir evra.

Real Madrid er líklegast til að vinna kapphlaupið. Madrídingar vilja hann á láni en Luka Modric gæti farið til PSG. Það kemur þó í ljós á næstu tveimur vikum en Neymar verður ekki í hópnum er PSG mætir Nimes í fyrstu umferð frönsku deildarinnar á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner