Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. ágúst 2019 12:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Collymore með kenningu um nýja sokka Liverpool
Divock Origi, leikmaður Liverpool, í leiknum í gær.
Divock Origi, leikmaður Liverpool, í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Stan Collymore.
Stan Collymore.
Mynd: Getty Images
Liverpool hóf ensku úrvalsdeildina á 4-1 sigri gegn Norwich á Anfield í gærkvöldi.

Frammistaðan frábær í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleiknum stigu menn aðeins af bensíngjöfinni. Sokkarnir sem leikmenn Liverpool klæddust vöktu athygli.

Sokkarnir eru í tveimur litum, hvítir að neðan og rauðir að ofan.

Stan Collymore, fyrrum leikmaður Liverpool og Íslandsvinur, er með kenningu fyrir því hvers vegna sokkarnir eru í þessum stíl.

Hinn 48 ára gamli Collymore telur að New Balance hafi hannað sokkana svona því leikmenn vilja klippa neðan af þeim og nota aðra að neðan. Þannig sokkar heita TruSox og eru þeir flestir ef ekki allir hvítir við ökklann. Þannig sokkar eru notaðir til þess að fótboltamenn renni ekki mikið í skónum.

Samkvæmt reglum enska knattspyrnusambandsins varðandi sokka þá þarf teip eða annað efni að vera í sama lit og sá hluti sokksins sem það hylur.



Athugasemdir
banner
banner