Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 10. ágúst 2019 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jói Berg skoraði - Stórsigrar Brighton og Burnley
Jóhann Berg skoraði fyrir Burnley.
Jóhann Berg skoraði fyrir Burnley.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Graham Potter byrjar vel í ensku úrvalsdeildinni.
Graham Potter byrjar vel í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Það voru fjórir leikir að klárast í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton byrja á markalausu jafntefli gegn Crystal Palace á útivelli.

Gylfi fékk gott færi snemma leiks, en skot hans fór fram hjá markinu. Gylfi spilaði tæpar 80 mínútur, en Wilfried Zaha kom inn á sem varamaður fyrir Crystal Palace á 65. mínútu. Zaha hefur verið mikið í fréttunum síðustu daga. Hann vildi fara frá Palace og vildi Everton fá hann, en Palace ákvað að selja ekki.

Morgan Schneiderlin, miðjumaður Everton, fékk að líta sitt annað gula spjald á 76. mínútu og var Everton því einum færri síðustu mínúturnar.

Markalaust jafntefli var niðurstaðan og bæði lið með eitt stig enda 1. umferðin í gangi.

Jóhann Berg Guðmundsson var á skotskónum þegar Burnley vann 3-0 sigur á Southampton. Vel gert hjá landsliðsmanninum að stimpla sig inn af krafti á þessu tímabili.

Jóhann Berg gekk frá leiknum fyrir Burnley. Frábær 3-0 sigur niðurstaðan.

Brighton, sem var spáð falli hér á Fótbolta.net, byrjar líka mjög vel. Brighton, sem leikur núna undir stjórn Graham Potter, vann 3-0 útisigur gegn Watford. Frekar óvænt það.

Þá náði Sheffield United, sem er spáð falli af flestum, að bjarga stigi á útivelli gegn Bournemouth. Billy Sharp, fyrirliði liðsins, skoraði jöfnunarmarkið á 88. mínútu.

Bournemouth 1 - 1 Sheffield Utd
1-0 Christopher Mepham ('62 )
1-1 Billy Sharp ('88 )

Burnley 3 - 0 Southampton
1-0 Ashley Barnes ('63 )
2-0 Ashley Barnes ('70 )
3-0 Jóhann Berg Guðmundsson ('75 )

Crystal Palace 0 - 0 Everton
Rautt spjald:Morgan Schneiderlin, Everton ('76)

Watford 0 - 3 Brighton
1-0 Abdoulaye Doucoure ('28 , sjálfsmark)
1-1 Florin Andone ('65 )
1-2 Neal Maupay ('77 )

Klukkan 16:30 hefst leikur Tottenham og Aston Villa. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner