Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. ágúst 2019 18:36
Brynjar Ingi Erluson
England: Kane skoraði tvö í endurkomusigri gegn Villa
Harry Kane skoraði tvö
Harry Kane skoraði tvö
Mynd: Getty Images
Tottenham 3 - 1 Aston Villa
0-1 John McGinn ('9 )
1-1 Tanguy Ndombele ('73 )
2-1 Harry Kane ('86 )
3-1 Harry Kane ('90 )

Tottenham kom til baka og vann Aston Villa, 3-1, í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Tottenham.

Nýliðarnir í Villa byrjuðu vel en það var John McGinn sem gerði fyrsta markið á 9. mínútu eftir langa sendingu frá Tyrone Mings. McGinn gerði vel í að taka á móti boltanum áður en hann lék á Danny Rose og skoraði.

Harry Kane fékk tvö færi undir lok fyrri hálfleiks til að jafna en brást bogalistin í bæði skiptin.

Í upphafi síðari hálfleiks féll McGinn í teignum en Chris Kavanagh, dómari leiksins, ákvað að nýta sér VAR-tæknina. Hann skoðaði atvikið og ákvað svo að sleppa því að dæma víti.

Tottenham jafnaði metin á 73. mínútu. Liðið var búið að pressa mikið á Villa-liðið og það hlaut að koma að því. Það var franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombele sem skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig.

Kane kom Tottenham svo yfir á 86. mínútu. Erik Lamela átti skot sem fór af Mings og Björn Engels á Kane sem afgreiddi færið afar vel. Kane var ekki hættur því hann bætti við öðru á 89. mínútu með góðu skoti framhjá Tom Heaton. Engin ágústbölvun í gangi hjá Kane þetta árið.

Lokatölur 3-1 fyrir Tottenham. Ryðguð byrjun en liðið tók við sér og kláraði þetta í síðari hálfleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner