Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. ágúst 2019 15:54
Arnar Helgi Magnússon
Inkasso: Dramatískur endurkomusigur Magna
Ólafur Aron skoraði sigurmark Magna.
Ólafur Aron skoraði sigurmark Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Haukar 1 - 2 Magni
1-0 Þórður Jón Jóhannesson ('65 )
1-1 Kristinn Þór Rósbergsson ('83 )
1-2 Ólafur Aron Pétursson ('86 )

Magni gerði heldur betur góða ferð í Hafnarfjörð í dag þegar liðið sótti þrjú stig gegn Haukum í Inkasso-deildinni. Haukar voru með forystuna þegar tíu mínútur voru til leiksloka en Magnamenn náðu að snúa leiknum sér í hag á loka mínútunum.

Haukar voru sterkari í fyrri hálfleik og stjórnuðu leiknum alveg. Liðið náði hinsvegar ekki að setja boltann í netið og eftir 45 mínútur var enn markalaust.

Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Þórður Jón heimamönnum yfir með glæsilegum flugskalla eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Þór Ingólfssyni.

Eftir að Haukar komust yfir lifnaði yfir liðsmönnum Magna og liðið fór að skapa sér færi. Á 83. mínútu jafnaði Kristinn Þór Rósbergsson leikinn þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Guðna Sigþórssyni.

Magnaðir Magnamenn létu það ekki duga en Ólafur Aron Pétursson skoraði sigurmark Magna rúmum þremur mínútum síðar með geggjuðu marki af löngu færi.

Haukar heimtuðu vítaspyrnu á lokamínútum leiksins en svo virtist sem að línuvörðurinn væri að flagga brot en Helgi Mikael, dómari leiksins dæmdi hinsvegar hornspyrnu.

Lokatölur á Ásvöllum 1-2, Magna í vil. Algjörlega magnaður endurkomusigur og þrjú mikilvæg stig í pokann. Einu stigi munar nú á liðunum en Magni situr áfram í fallsæti með þrettán stig, Haukar í tíunda sæti með fjórtán stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner