Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. ágúst 2019 16:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KA í samstarf og fær tvo leikmenn frá Gambíu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA hefur hafið samstarf við Hawks FC, félag frá Gambíu, og hafa tveir leikmenn frá því félagi komið til Akureyrar og eru núna með leikheimild hjá KA-mönnum.

Þetta eru þeir Mat­arr Badije og Yankuba Colley, en þeir hafa leikið með yngri landsliðum Gambíu.

„Við fór­um í heim­sókn til Gamb­íu fyr­ir einu og hálfu ári síðan og höf­um verið að vinna í því síðustu sex mánuðina að fá tvo stráka til að vera hérna hjá okk­ur í ein­hverja mánuði, koma til Evr­ópu og kynn­ast ein­hverju öðru­vísi," sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Morgunblaðið.

Colley er markvörður, en Badije leikur framar á vellinum, nánar tiltekið sem framherji.

Ibra Jagne, sem lék með Þór, KA og Magna frá 2004 til 2011 kom frá sama félagi.

Þeir spiluðu með B-liði annars flokks KA í gær, en þeir eru ekki komnir hingað til að fara beint í meistaraflokkinn að sögn Sævars. Þó sé aldrei hægt að vita hvað gerist.

Nánar má lesa um málið hjá Morgunblaðinu.

KA er í 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar þegar 15 leikir eru búnir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner