Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. ágúst 2019 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool íhugar að semja við Lonergan
Andy Lonergan gæti samið við Liverpool
Andy Lonergan gæti samið við Liverpool
Mynd: Getty Images
Alisson Becker, markvörður Liverpool, verður frá í það minnsta 4-6 vikur en félagið íhugar nú að semja við enska markvörðinn Andy Lonergan.

Alisson meiddist á 39. mínútu gegn Norwich í gær en hann meiddist aftan í kálfa og eins og áður segir verður hann frá í að minnsta kosti mánuð.

Liverpool samdi við spænska markvörðinn Adrian á dögunum en hann kom inná fyrir Alisson.

Hinn 35 ára gamli Andy Lonergan spilaði með Liverpool á undirbúningstímabilinu vegna manneklu en hann var síðast á mála hjá Middlesbrough.

Liverpool íhugar nú að fá Lonergan inn sem varamarkvörð fyrir Adrian en hann gæti gert eins árs samning við félagið.

Lonergan hefur einnig leikið fyrir félög á borð við Leeds, Fulham, Wolves, Bolton og Preston.
Athugasemdir
banner
banner
banner