Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. ágúst 2019 20:13
Brynjar Ingi Erluson
McGinn: Myndi skipta út markinu fyrir sigur alla daga vikunnar
John McGinn fagnar marki sínu í dag
John McGinn fagnar marki sínu í dag
Mynd: Getty Images
John McGinn, leikmaður Aston Villa, skoraði eina mark liðsins í 3-1 tapinu gegn Tottenham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

McGinn skoraði á 9. mínútu en hann gerði þá vel í að taka á móti langri sendingu frá Tyrone Mings áður en hann lék á Danny Rose og skoraði.

Það er spáð því að hann verði lykilmaður í liði Villa en hann var öflugur á síðasta tímabili í B-deildinni og átti þá gott undirbúningstímabil.

„Við vorum að reyna að halda þetta út og það kostaði okkur í lokin. Þetta er stórt skref fyrir okkur og við verðum að vera klárir í að taka það. Við þurfum að sýna meira hugrekki," sagði McGinn.

„Það er góð tilfinningin að skora fyrsta úrvalsdeildarmarkið. Ég tók bara sénsinn og setti hann í hornið. Þetta var gott fyrir mig en ég myndi skipta þessu marki út fyrir sigur alla daga vikunnar," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner