Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. ágúst 2019 10:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Breiðablik skoraði 11 mörk
Berglind gerði fernu.
Berglind gerði fernu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 11 - 0 Dragon 2014
1-0 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('7)
2-0 Hildur Antonsdóttir ('25)
3-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('28, víti)
4-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('45)
5-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('51)
6-0 Hildur Antonsdóttir ('63)
7-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('64)
8-0 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('69)
9-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('82)
10-0 Alexandra Jóhannsdóttir ('85)
11-0 Selma Sól Magnúsdóttir ('87)

Breiðablik valtaði yfir Dragon 2014 frá Norður-Makedóníu þegar liðin mættust í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Bosníu í dag.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir setti tóninn á sjöundu mínútu. Fyrir lok fyrri hálfleiks bættu Blikar við þremur mörkum til viðbótar og voru það Hildur Antonsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir sem skoruðu.

Í seinni hálfleik gengu Blikar svo á lagið og gjörsamlega völtuðu yfir Dragon. Berglind Björg skoraði þrennu í seinni hálfleiknum og gerði þar með fernu. Selma Sól og Hildur voru einnig á skotskónum í seinni hálfleik og gerðu báðar tvennu. Auk þess skoruðu Alexandra Jóhannsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Lokatölur 11-0 og er Breiðablik í góðum möguleika á því að fara áfram, en eitt lið fer áfram úr riðlinum. Þetta eru frábær úrslit upp á markatölu.

Síðar í dag mæta heimakonur í Saravejo liði Asa Tel-Aviv frá Ísrael. Saravejo er með þrjú stig fyrir leikinn, en Breiðablik vann Asa Tel Aviv.

Það er útlit fyrir úrslitaleik á milli Blika og Saravejo um sæti í 32-liða úrslitum, en það kemur betur í ljós í dag hver staðan verður.

Breiðablik mætir Saravejo á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner