lau 10. ágúst 2019 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Glódís með sigur gegn sínu gamla félagi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var leikið í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í dag. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn þegar Rosengård vann 2-1 sigur gegn Eskilstuna.

Glódís var að mæta sínu gamla félagi, en hún lék með Eskilstuna frá 2015 til 2017.

Rosengård skoraði sigurmark sitt á 87. mínútu. Liðið hefur verið að spila vel að undanförnu og er með þriggja stiga forystu á Vittsjö á toppi deildarinnar.

Sif Atladóttir lék allan leikinn er Kristianstad gerði markalaust jafntefli gegn Linköping. Anna Rakel Pétursdóttir kom inn á sem varamaður hjá Linköping eftir 20 mínútur. Svava Rós Guðmundsdóttir var ekki með Kristianstad í dag.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad sem er í sjötta sæti með 19 stig og Linköping í fimmta sæti með 22 stig.

Andrea Thorisson var ónotaður varamaður hjá Limhamn Bunkeflo 07 í 4-0 tapi gegn Vittsjö. Andrea á íslenskan föður. LB07 er í 11. sæti með aðeins fjögur stig og útlitið ekki gott.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner