Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 10. ágúst 2019 13:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
VAR kom mikið við sögu - Ótrúlega tæp rangstaða
Mynd: Getty Images
VAR (myndbandsdómgæsla) kom mikið við sögu þegar Manchester City vann stórsigur á West Ham öðrum leik ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.

Snemma í seinni hálfleiknum virtist Gabriel Jesus vera að koma City í 3-0, en markið var dæmt af vegna rangstöðu þegar það hafði verið skoðað með hjálp VAR.

Þetta var ótrúlega tæpt eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Þá fékk Man City að endurtaka vítaspyrnu þegar lítið var eftir. Lukasz Fabianski varði frá Aguero, en Declan Rice, miðjumaður West Ham, var of fljótur inn í teiginn og hreinsaði hann boltanum í burtu eftir að Fabianski varði.

Aguero tók vítaspyrnuna aftur og skoraði þá.


Athugasemdir
banner
banner
banner