Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 10. september 2018 18:15
Magnús Már Einarsson
Alderweireld: Ekki eðlileg frammistaða hjá Íslandi
Icelandair
Toby Alderweireld ræddi við fréttamenn í höfuðsstöðvum KSÍ í dag.
Toby Alderweireld ræddi við fréttamenn í höfuðsstöðvum KSÍ í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum frekar hissa á úrslitunum," Toby Alderweireld, varnarmaður belgíska landsliðsins og Tottenham, á fréttamannafundi í kvöld aðspurður út í 6-0 tap Íslands gegn Sviss á laugardaginn.

Belgar eru mættir til Íslands fyrir leikinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni annað kvöld.

„Ísland er með mjög gott lið sem er erfitt að mæta. Ísland átti ekki góðan dag síðast en þetta verður allt öðruvísi á morgun."

„Þetta er lið sem er erfitt að vinna á þeirra á heimavelli."

„Þetta var ekki eðlileg frammistaða hjá íslenska landsliðinu í síðasta leik og þetta verður allt öðruvísi á morgun."


Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner