Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. september 2018 10:07
Elvar Geir Magnússon
Í beinni: Hamren situr fyrir svörum 10:30
Emil kom með til landsins
Icelandair
Fréttamannafundurinn verður á Laugardalsvelli.
Fréttamannafundurinn verður á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 10:30 verður fréttamannafundur íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Belgum annað kvöld.

Erik Hamren landsliðsþjálfari situr fyrir svörum og ljóst að stór hluti fundarins mun snúast um 6-0 skellinn sem Ísland fékk gegn Sviss á laugardaginn.

Þá er beðið eftir upplýsingum um Emil Hallfreðsson sem var ekki í hópnum gegn Sviss en vonast er til að hann geti tekið þátt gegn Belgíu. Emil ferðaðist með landsliðinu frá Sviss og heim til Íslands en liðið lenti hér á landi um klukkan 16 í gær.

Hannes Þór Halldórsson markvörður verður einnig á þessum fréttamannafundi en hann verður í beinni gegnum heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

Þá verður fylgst með því helsta í gegnum Twitter lýsingu hér að neðan.

Að loknum fundi hefst æfing hjá Íslandi á Laugardalsvellinum.




Athugasemdir
banner
banner
banner