Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 10. september 2018 10:59
Elvar Geir Magnússon
Emil væntanlega með - Hamren vill ekki staðfesta 4-4-2
Icelandair
Emil ætti að geta spilað gegn Belgum á morgun.
Emil ætti að geta spilað gegn Belgum á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Hallfreðsson ætti að geta spilað á morgun þegar Ísland mætir Belgíu í sínum fyrsta heimaleik í Þjóðadeildinni á morgun.

Emils var saknað á laugardag þegar Ísland tapaði 6-0 fyrir Sviss.

„Eins og staðan er núna ætti Emil að vera með en sjáum hvernig æfingin í dag fer," sagði Erik Hamren á fréttamannafundi í dag.

„Birkir Bjarnason fann aðeins til í bakinu eftir leikinn gegn Sviss en ég held og vona að allir verði klárir á morgun."

Hamren segir að það verði breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Sviss.

„Það verða einhverjar breytingar. Það er samt ekki þannig að ég sé að kenna þeim um sem eru teknir út. Þetta snýst meira um taktísku hliðina. Þeir sem koma inn hafa öðruvísi hæfileika. Við þurfum að velja byrjunarliðið út frá hverjum leik fyrir sig."

Mun Ísland spila 4-4-2?

„Við erum að fara á æfingu núna og þið sjáið það á morgun," sagði Hamren en umræða hefur verið um að Ísland hefði átt að spila með einn leikmann fremstan í leiknum gegn Sviss.
Athugasemdir
banner
banner
banner