Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. september 2018 10:58
Magnús Már Einarsson
Erik Hamren: Leikmenn verða að geta litið stoltir í spegilinn
Ísland-Belgía á morgun klukkan 18:45
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum aðeins of seinir hingað því við vorum að funda um Belgíu," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Erik segir að leikmenn íslenska landsliðsins hafi sett 6-0 tapið gegn Sviss á laugardag til hliðar.

„Mín hugmyndafræði er þannig að þú færð sólarhring til að fagna ef vel gengur og vera ósáttur ef það gengur ekki vel. Stundum koma slæm úrslit en þú ert samt sáttur með frammistöðuna. Við vorum ekki ánægðir með úrslitin né frammistöðuna í síðasta leik. Við töpuðum skipulaginu og liðssamvinnunni í stöðunni 3-0."

„Við höfum sett þetta til hliðar. Við lentum hér í gær þegar var sólarhringur frá síðasta leik. Við erum spenntir fyrir þessari áskorun. Þetta verður mjög erfitt. Sérstaklega eftir leikinn gegn Sviss. Tapið var sárt fyrir alla leikmenn, starsfmenn og stuðningsmenn. Þetta er áskorun og verkefni sem við verðum að takast á við núna."


Erik vonast til að leikmenn leggi allt í leikinn gegn Belgum á Laugardalsvelli annað kvöld.

„Það er mikilvægt að ná góðri frammistöðu á morgun. Leikmenn verða að geta litið í spegil eftir leik að þeir séu stoltir og hafi gert allt fyrir liðið. Þegar þeir horfa í augun á hvor öðrum geta þeir sagt að þeir hafi gert þetta saman og lagt sig 100% fram. Það er það sem ég vil sá á morgun. Síðan sjáum við hver úrsltiin verða," sagði Eirk.
Athugasemdir
banner
banner
banner