Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. september 2018 11:03
Magnús Már Einarsson
Hamren líkti tapinu við 7-1 tap Brasilíu á HM
Ísland-Belgía á morgun klukkan 18:45
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Menn hafa verið niðurdregnir og þannig á það að vera. Ég væri stressaðari ef menn hefðu verið ánægðir eftir leik og allir hefðu verið brosandi," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari, um stemninguna í íslenska landsliðshópnum eftir 6-0 tapið gegn Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn.

Íslenska liðið fær lítinn tíma til að svekkja sig á tapinu því næsti leikur er gegn Belgum á Laugardalsvelli annað kvöld.

„Leikmenn og ég hafa gagnrýnt sjálfa sig. Ég ræddi einslega við alla leikmennina í byrjunarliðinu og ég hef talað mikið við leikmenn í hópnum. Ég veit að leikmenn hafa líka talað saman því það þarf að tala saman eftir svona."

„Þó að það sé mikill munur á þessu þá er hægt að bera þetta saman við 7-1 tap Brasilíu gegn Þýskalandi í undanúrslitum á HM. Þeir voru í sjokki."

„Eftir að staðan varð 3-0 fannst mér við vera í sjokki í leiknum á laugadag. Við unnum ekki saman eins og við áttum að gera. Þegar það gerist ekki þá lenda öll lið í vandræðum,"
sagði Erik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner