Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. september 2018 18:40
Magnús Már Einarsson
Martínez: Mjög erfitt að finna leikmenn eins og Gylfa
Icelandair
Gylfi á landsliðsæfingu í dag.
Gylfi á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belga, hrósaði Gylfa Þór Sigurðssyni í hástert á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Íslandi annað kvöld.

Martínez var áður stjóri Wigan og Everton og hann þekkir því að mæta Gylfa í ensku úrvalsdeildinni.

„Gylfi er leikmaður sem ég hef fylgst náið með. Hann náði að vaxa og fara til Spurs. Síðan sáum við hann sem alvöru fótboltamann hjá Swansea," sagði Martínez á fréttamannafundinum í kvöld.

„Hann var seldur á 50 milljónir evra sem sýnir hversu öflugur hann var."

„Hann er með frábærar sendingar með hægri fæti, er góður að spila á milli línanna og það er mjög erfitt að finna svona leikmenn."

„Hann hefur staðið sig mjög vel í erfiðustu deild í heimi. Það segir allt um Gylfa."


Ísland og Belgía mætast í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli klukkan 18:45 annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner