Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 10. september 2018 12:28
Elvar Geir Magnússon
Mögulegt byrjunarlið Íslands gegn Belgíu - Farið í 4-4-1-1?
Icelandair
Kemur Theodór Elmar inn í byrjunarliðið?
Kemur Theodór Elmar inn í byrjunarliðið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari.
Erik Hamren landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari vildi ekkert tjá sig um það á fréttamannafundi hvort Ísland yrði áfram í 4-4-2 leikkerfinu gegn Belgíu.

Fótbolti.net spáir því að Hamren muni þétta miðsvæðið í leiknum og Gylfi verði í holunni.

Svíinn sagði að það yrðu einhverjar breytingar á liðinu en Emil Hallfreðsson er væntanlega klár í slaginn.

Birkir Bjarnason er tæpur fyrir leikinn en ef hann verður klár er líklegt að hann verði notaður á miðsvæðinu.

Theodór Elmar og Arnór Ingvi gætu fengið tækifærið á köntunum og líklegt er að Hörður Björgvin Magnússon komi inn í vinstri bakvörðinn.



Sjá einnig:
Innkastið - Djúp sár sleikt eftir Sviss og horft til Belgíuleiksins
Athugasemdir
banner
banner
banner