þri 10. september 2019 23:02
Magnús Már Einarsson
Birkir Már kom Hirti til varnar
Icelandair
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Birkir Már Sævarsson missti sæti sitt í hægri bakverðinum í íslenska landsliðinu júní síðastliðnum en Hjörtur Hermannsson tók þá stöðu hans.

Hjörtur fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í 4-2 tapinu gegn Albaníu í kvöld og á Twitter kölluðu margir eftir því að Birkir Már komi aftur inn í landsliðið.

Stefanía Sigurðardóttir, eiginkona Birkis, segir að hann hafi komið Hirti ítrekað til varnar yfir leiknum í kvöld.

„Ég veit um einn sem ekki talaði niðrandi um leik Hjartar í kvöld. Sá réttlætti og útskýrði ákvarðanir og staðsetningar, sem landsmenn virtust afar ósáttir við hjá bakverðinum, aftur og aftur fyrir viðmælendum sínum yfir leiknum og eftir hann. Stolt af hugarfari @BirkirSaevars," sagði Stebba á Twitter í kvöld.

Hjörtur var í kvöld að leika fjórða leikinn í röð í stöðu hægri bakvarðar en hann var einnig í liðinu í sigrunum gegn Albaníu, Tyrklandi í júní og gegn Moldóvu á laugardag. Birkir var hins vegar í bakverðinum í sigrinum gegn Andorra og tapinu gegn Frakklandi í mars.
Athugasemdir
banner
banner