Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. október 2018 20:52
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikur: Slæmt gengi Ítalíu heldur áfram
Mynd: Getty Images
Ítalía 1 - 1 Úkraína
1-0 Federico Bernardeschi ('55)
1-1 Ruslan Malinovsky ('62)

Gengi ítalska landsliðsins hefur verið skelfilegt frá umspilsleikjunum gegn Svíum um sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Ítalía hefur aðeins unnið einn leik frá nóvember 2017.

Gengið skánaði ekki í dag þegar Úkraína kom í heimsókn í æfingaleik. Federico Bernardeschi kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik en Ruslan Malinovsky jafnaði skömmu síðar.

Meira var ekki skorað og ljóst að Ítalir þurfa að bæta mikið í sínum leik til að eiga möguleika á útivelli gegn Póllandi næsta sunnudag. Liðin mætast þar í Þjóðadeildinni, en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Ítalíu.

Úkraína keppir við Tékkland næsta þriðjudag og getur tryggt sig upp í A-deild með sigri eða jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner