Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 10. október 2018 17:15
Ingólfur Páll Ingólfsson
Alonso að framlengja við Chelsea
Alonso er nálægt því að framlengja við Chelsea.
Alonso er nálægt því að framlengja við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að vera orðaður við spænsku risana í Barcelona og Real Madrid reiknar Marcos Alonso með því að skrifa undir nýjan samning við Chelsea á næstunni.

Alonso hefur verið orðaður við spænsku risana eftir að hafa þróað leik sinni á Énglandi og er í dag einn sterkasti vinstri bakvörður í heimi. En Alonso virðist ekki hafa mikinn áhuga á að yfirgefa Chelsea.

„Það sem ég get sagt er að ég er mjög rólegur og ánægður hjá Chelsea. Og félagið hlýtur að vera ánægt með mig því ég á ennþá tvö ár eftir af samningi mínum og þeir hafa boðið mér framlengingu. við erum nú þegar í viðræðum um framlengingu,” sagði Alonso.

Alonso er í landsliðshópi Spánar fyrir komandi leiki gegn Wales og Englandi en hann tekur sæti sínu í liðinu ekki sem sjálfsögðum hlut.

„Ég kom í fyrsta skiptið inn fyrir vináttuleikinn gegn Argentínu og nú er ég aftur hér með Luis Enrique. En við vitum allir að til þess að vera með verður þú að spila vel með þínu félagsliði. Það drífur mig áfram að vera kominn aftur svo fljótt. ”

Spánn spilar gegn Wales í vináttuleik á föstudaginn áður en liðið tekur á móti Englandi í Þjóðardeildinni á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner