Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 10. október 2018 15:45
Ingólfur Páll Ingólfsson
Arnautovic ætlar að harka af sér og spila þrátt fyrir meiðsli
Arnautovic er lykilmaður hjá West Ham.
Arnautovic er lykilmaður hjá West Ham.
Mynd: Getty Images
Marko Arnautovic segir að hann þurfti tíma til að jafna sig hné meiðslum en er tilbúinn að spila í gegnum sársaukann fyrir West Ham og Austurríki.

Arnautovic varð fyrir meiðslum í sigurleik West Ham á Everton fyrr á leiktíðinni en hefur þrátt fyrir það haldið áfram að spila fyrir liðið. Þessi 29 ára gamli leikmaður er í hóp hjá Austurríki sem mætir Norður-Írlandi á föstudaginn í Þjóðardeildinni.

Hnéð er ekki það besta en ég er tilbúinn að spila. Ég er ekki að æfa mikið hjá West Ham til þess að reyna að róa hnéið. Þetta mun taka tíma þar sem ég er með bólgu í beininu en ég er tilbúinn til þess að spila um helgina,” sagði Arnautovic.

Eftir leik þarf ég að hvíla í tvo til þrjá daga. Um miðja viku er ég byrjaður að æfa eðlilega með liðinu. Og um helgar get ég spilað, það er það mikilvægasta.”

Austurríki spilar aðeins einn leik í Þjóðardeildinni í landsleikjahléinu sem þýðir að Arnautovic hefur tíma til þess að jafna sig fyrir nágrannaslag Tottenham og West Ham þegar enski boltinn byrjar aftur að rúlla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner