Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 10. október 2018 19:11
Hafliði Breiðfjörð
Ási Arnars: Það er ekki hægt að segja nei við þessa menn
Ásmundur Arnarsson þjálfar Fjölni næstu þrjú árin.
Ásmundur Arnarsson þjálfar Fjölni næstu þrjú árin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá fréttamannafundinum þar sem Ásmundur var kynntur til sögunnar.
Frá fréttamannafundinum þar sem Ásmundur var kynntur til sögunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það má að mörgu leiti segja að ég sé kominn heim," sagði Húsvíkingurinn Ásmundur Arnarsson við Fótbolta.net í dag eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning við Fjölni en hann stýrði liðinu líka 2004 - 2011.

„Ég átti hérna frábær sjö ár, frábærar minningar og á þeim tíma náði þetta félag stórum rótum í mínu hjarta."

Ási þjálfaði kvennalið Augnabliks og 2. og 3. flokk kvenna hjá Breiðabliki í fyrra. Hann segir að það hafi verið erfitt að fá hann þaðan en Augnablik vann 2. deildina og hann var valinn þjálfari ársins í deildinni.

„Auðvitað var þetta alltaf pínu spennandi því félagið og ég eigum þessa sögu, en ég var í öðru verkefni sem var að ganga vel og er mér mjög kært hjá Breiðabliki. Ég ætlaði mér alltaf að halda því verkefni áfram því ég var í uppbyggingarstarfi þar með unga og efnilega leikmenn í 2. og 3. flokki og Augnabliki. Þess vegna tók smá tíma að lenda þessu þó þetta hafi alltaf verið heillandi kostur."

Nánar er rætt við Ása í sjónvarpinu hér að ofan. Þar er meðal annars rætt við hann um Powerpoint kynningu sem tvíburabræðurnir Geir og Kolbeinn Kristinssynir tóku saman sem seldi honum þá hugmynd að semja við Fjölni eftir að hann hafði hafnað félaginu.

„Þetta var erfið og flókin ákvörðun fyrir mig, niðurstaðan í síðustu viku var að halda áfram í því sem ég var, en það er bara ekki hægt að segja nei við þessa menn! Þeir fengu mig til að koma og kíkja á fund. Þar fóru þeir vel yfir hverjir væruí kringum þetta og hverslags starfsemi væri hérna í gangi. Það var farið vel yfir hlutina og ég var tilbúinn að endurskoða málið og sló til að vel íhuguðu máli. Ég lít á þetta sem gríðarlega spennandi kost," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner