Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 10. október 2018 11:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Bolt býst við því að framtíð sín skýrist eftir vináttuleik
Bolt þarf að sanna sig á föstudaginn.
Bolt þarf að sanna sig á föstudaginn.
Mynd: Getty Images
Frammistaðan Usain Bolt í vináttuleik næstkomandi föstudag mun líklega ákveða framtíð leikmannsins hjá Central Coast Mariners.

Bolt sem er orðinn 32 ára gamall mun fá tækifæri til þess að spila með Mariners gegn Macarthur South West United og vonast eftir því að standa sig nægilega vel til þess að fá samning. Bolt sjálfur segir líklegt að framtíð hans komi í ljós eftir leikinn en deildin í Ástralíu hefst 19. október.

Þetta verður stór leikur. Ég held að þetta muni ákveða hvort að félagið geri upp hug sinn um hvað eigi að gera við feril minn svo að fyrir mig er þetta mjög mikilvægur leikur,” sagði Bolt.

Ég er spenntur og hlakka til þess að sanna mig. Ég ætla að fara þarna út, ýta mér áfram og vonandi mun allt ganga vel svo að einbeiting mín liggur þar.”

Bolt sem er áttfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikunum kom til Mariners í ágúst. Bolt segist hafa bætt sig helling síðan hann kom til félagsins.

Ég held að hreyfingar mínar og snertingar á boltanum hafi batnað. Ég held að snertingar mínar á boltann séu miklu betri núna. Ég hef lært hvernig ég eigi að staðsetja líkamann, hvar ég eigi að staðsetja boltann og fá boltann nær fætinum. ”

Ég hef lært helling af hlutum sem ég mun nýta mér í leiknum. Þetta ætti að vera miklu betra og ég hef meiri tíma því að ég er í mun betra formi núna sem þýðir að ég fái meiri tíma á vellinum, sem er gott.”
Athugasemdir
banner
banner
banner