Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 10. október 2018 18:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Cardiff tapar áfrýjun sinni á rauða spjaldi Ralls
Ralls fékk beint rautt spjald fyrir brot á Moura.
Ralls fékk beint rautt spjald fyrir brot á Moura.
Mynd: Getty Images
Cardiff hefur tapað áfrýjun sinni á rauða spjaldinu sem Joe Ralls fékk gegn Tottenham um síðastliðna helgi.

Ralls fékk reisupassann hjá Mike Dean, dómara leiksins á 58. mínútu fyrir tæklingu á Lucas Moura síðastliðinn laugardag í leik sem Aron Einar og félagar í Cardiff töpuðu með einu marki gegn engu.

Eftir leik sagði knattspyrnustjóri Neil Warnock ákvörðunina vera ranga og sakaði Harry Kane um að reyna að fiska Ralls af velli.

„Þú brjálast ekki svona. Kane er að gera þetta til þess að gera mikið úr málunum og vonast eftir því að hann haldi að þetta sé verra en það var,” sagði Cardiff.

Cardiff mótmælti ákvörðuninni en beiðninni var hafnað af knattspyrnusambandinu þar í landi. Leikmaðurinn mun því fá þriggja leikja bann og missir af komandi leikjum gegn Fulham, Liverpool og Leicester. Vonandi fyrir Cardiff verður Aron Einar tilbúinn í slaginn eftir landsleikjahlé.
Athugasemdir
banner
banner
banner