Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. október 2018 17:13
Elvar Geir Magnússon
Guingamp
Fullur völlur horfði á Frakka æfa sig
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Hún var ansi sérstök æfingin hjá franska landsliðinu í dag. Hún var opin fyrir almenning og var völlurinn í Guingamp fullur af áhorfendum sem voru mættir til að hylla heimsmeistarana.

Um 18 þúsund manns voru á vellinum.

Áhorfendur tóku bylgjur, sungu og trölluðu meðan á æfingunni stóð. Að henni lokinni löbbuðu leikmenn einn hring um völlinn með heimsmeistarabikarinn.

Hugo Lloris markvörður hélt á bikarnum og var gleðin allsráðandi.

Að sjálfsögðu er uppselt á vináttulandsleik Frakklands og Íslands sem fram fer annað kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner