Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 10. október 2018 23:54
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum þjálfari enska landsliðsins spáir Liverpool titlinum
Liverpool hefur verið að spila vel á þessu tímabili
Liverpool hefur verið að spila vel á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Sven Göran Eriksson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, spáir því að Liverpool vinni deildina í ár.

Svíinn þjálfaði enska landsliðið frá 2001 til 2006 en auk þess þjálfaði hann lið á borð við Roma, Fiorentina, Lazio, Sampdoria, Benfica, Manchester City, Leicester City og landslið Mexíkó.

Hann hefur þjálfað í Kína síðustu ár en hann hefur sterkar skoðanir á stöðunni í ensku úrvalsdeildinni. Hann spáir Liverpool titlinum.

„Það verður fróðlegt í ár, svona eins og alltaf. Mikið af fólki er að spá í það hvort tími Liverpool sé loks kominn. Ég vona það líka þar sem ég er mikill stuðningsmaður Liverpool. Manchester City mun hins vegar veita þeim mikla samkeppni," sagði Eriksson.

„Mér leist vel á Liverpool á síðasta tímabili. Liðið spilaði vel, voru bjartsýnir og mjög öflugir. Liðið bætti við sig nokkrum mönnum í sumar. Liðið vinnur þessa deild fyrr en síðar. Ég vona að það gerist sem fyrst," sagði hann í lokin.

Liverpool er í þriðja sæti með 20 stig, jafnmörg og Chelsea og Manchester City en þau eru að vísu með betri markatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner