Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 10. október 2018 13:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Giggs útilokar að Bale spili gegn Spáni
Bale er að glíma við meiðsli þessa dagana.
Bale er að glíma við meiðsli þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Landsliðsþjálfari Wales, Ryan Giggs hefur útilokað að Gareth Bale muni spila gegn Spáni á fimmtudag og telur einnig ólíklegt að hann verði klár fyrir leikinn gegn Írlandi í Þjóðardeildinni næstkomandi þriðjudag.

Bale missti af æfingu þriðja daginn í röð eftir að hafa meiðst á nára í tapi Real Madrid gegn Alaves um helgina en honum var skipt af velli þegar 10 mínútur voru til leiksloka.

Óttast er að sömu meiðsli hafi tekið sig upp og hrjáðu leikmanninn er hann missti af tapleik Real gegn CSKA Mosvka í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Gareth glímir við þreytu í vöðvunum og hann mun ekki spila gegn Spáni. Við viljum ekki taka áhættur og við fylgjumst með honum á hverjum degi. Ég myndi segja að það séu helmingslíkur á að hann spili gegn Írlandi,” sagði Giggs.
Athugasemdir
banner
banner