mið 10. október 2018 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Gummi Júll framlengir við HK
Guðmundur Þór Júlíusson og Brynjar Björn Gunnarsson
Guðmundur Þór Júlíusson og Brynjar Björn Gunnarsson
Mynd: Heimasíða HK
Guðmundur Þór Júlíusson, leikmaður HK, framlengdi í dag samning sinn við félagið til ársins 2021.

Guðmundur, sem er 24 ára gamall varnarmaður, var mikilvægur hlekkur er liðið vann Inkasso-deildina í sumar og tryggði sæti sitt í Pepsi-deildinni að ári.

Hann er uppalinn í Fjölni og lék ellefu meistaraflokksleiki í deild- og bikar. Hann fór fyrst í HK á láni árið 2014 en gerði félagaskipti sín varanleg eftir tímabilið.

Guðmundur samdi við HK til ársins 2021 í dag en samningur hans átti að renna út eftir þetta tímabil. Fimm aðrir leikmenn eru að renna út á samning hjá félaginu.

Þessir eiga lítið eftir af samning sínum við HK
Árni Arnarson
Eiður Gauti Sæbjörnsson
Hákon Þór Sófusson
Ingiberg Ólafur Jónsson
Ólafur Örn Eyjólfsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner