Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. október 2018 11:27
Elvar Geir Magnússon
Guingamp
Hamren óskar Frökkum til hamingju með að eiga Mbappe
Icelandair
Mbappe er magnaður leikmaður.
Mbappe er magnaður leikmaður.
Mynd: Getty Images
Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands óskaði frönsku þjóðinni til hamingju með að eiga Kylian Mbappe.

Ísland mætir heimsmeisturunum í vináttulandsleik á morgun. Frakkland hefur marga gríðarlega öfluga leikmenn í sínum röðum, einn af þeim er hinn 19 ára Mbappe.

Þessi ótrúlega hæfileikaríki leikmaður spilar fyrir Paris Saint-Germain.

„Mbappe er þegar orðinn stórkostlegur leikmaður en getur orðið enn betri. Ég óska Frökkum til hamingju með að eiga svona leikmann. Það er frábært fyrir Frakka að hafa hann í svona liði og frábært fyrir fótboltaunnendur að fylgjast með honum," segir Hamren.

„Á HM spilaði Ísland gegn Argentínu í fyrsta leik, þeir voru einnig með góða leikmenn. Allt liðið verður að vinna vel gegn svona sterkum einstaklingum. Ef liðið er sem ein heild eigum við möguleika þó mótherjarnir hafi sterkari einstaklinga en við."

„Ísland sem fótboltaþjóð er vön því að spila gegn öflugum einstaklingum. Styrkleiki liðsins er liðsheildin."

Hamren var spurður að því hvort franskur leikmaður ætti skilið að vinna gullknöttinn,

„Frammistaða Frakklands á HM var mögnuð. Þetta er virkilega sterk liðsheild og það var frammistaða liðsins í heild sem skilaði sigrinum að mínu mati. Ef ég væri í dómnefndinni myndi ég velja allt liðið í heild," sagði Hamren en hér að neðan er hægt að horfa á fréttamannafundinn í heild.
Fréttamannafundurinn í heild sinni
Athugasemdir
banner